Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 906 (9.5.2019) - Varðar umsóknir um lóðir við Hringtún 17 og Hringtún 19 á Dalvik og skipulagsmál í Túnahverfi.
Málsnúmer201902027
MálsaðiliOttó Biering Ottósson
Skráð afGudrunP
Stofnað dags10.05.2019
NiðurstaðaSamþykkt
Athugasemd
Textia) Tillaga umhverfisráð um breytingar á deiliskipulagi í Túnahverfi vegna lóða 17 og 19 við Hringtún: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur umhverfisráðs frá 316.fundi ráðsins þann 15.mars þar sem umhverfisráð leggur til deiliskipulagsbreytingu vegna lóða 17 og 19 við Hringtún. Í þeirri tillögu er tekið tillit til athugasemda nágranna um að eðlilegra sé að breytingartillagan lúti málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði auglýst sem deiliskipulagsbreyting. Með þessari samþykkt fer umsókn um lóðir 17 og 19 og deiliskipulagsbreytingin í auglýsingu og kynningarferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir á auglýsingatíma. b) Svar og rökstuðningur byggðaráðs vegna erindis og andmælum frá íbúum í Túnahverfi, dagsett þann 17.04.2019: Almennt séð er ekki grundvallarmunur á yfirbragði parhúsa og einbýlishúsa. Ekki er séð að parhús muni breyta yfirbragði hverfisins, svo fremi sem þau verða í svipuðum mælikvarða og sú byggð sem er þegar komin. Markmið sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar er að þétta byggð á þegar tilbúnum lóðum við þegar tilbúnar götur. Raðhús og parhús eru í byggingu við Hringtún nú þegar og áform um frekari byggingar samkvæmt gildandi deiliskipulagi og úthlutun lóða. Túnahverfi hefur verið lengi í uppbyggingu og það er metið eðlilegt að skipulag geti tekið breytingum í tímans rás til þess að mæta þörfum íbúanna á hverjum tíma og tíðaranda. Samandregið þá er það mat byggðaráðs að það væri ekki úr takti ef frekari parhús eða raðhús munu rísa í framtíðinni í Túnahverfi. Að lokum; Ferli deiliskipulagsbreytinga í auglýsingu er lýðræðislegt ferli þar sem íbúum gefst kostur á að koma með athugasemdir sínar á auglýsingatíma. Fjallað er um og tekin afstaða til allra athugasemda sem berast á kynningartíma skipulagstillögu. Sjá nánar leiðbeiningar um aðkomu almennings á heimasíðu Skipulagsstofnunar: http://www.skipulag.is/skipulagsmal/adkoma-almennings/ c) Til umræðu tillögur umhverfisráðs um svæði á Dalvík við þegar tilbúnar götur þar sem hægt er að koma fyrir minni eignum, fjölbýli, par- og ráðhúsum, sbr. fundargerð umhverfisráðs frá 11. apríl s.l. Umhverfisráð leggur til að eftirfarandi svæði verði tekin til endurskoðunar. 1. Deiliskipulag Hóla- og túnahverfis tillögur 5,6,7 og 9. 2. Deiliskipulag Lokastígsreits tillaga 1. 3. Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut tillaga 10. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögur umhverfisráðs og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.